Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum. Íslandsmótið í götuhjólreiðum fór fram í Mývatnssveit í gær. Hafdís vann einnig Íslandsmótið í tímatöku í Eyjafirði síðastliðinn fimmtudag.
Silja Rúnarsdóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar lenti í þrjiða sæti á mótinu. Í karlaflokki lenti Þorbergur Ingi Jónsson úr Hjólreiðafélagi Akureyrar í þriðja sæti en hann var að keppa á sínu fyrsta móti.
Í C flokki karla vann Orri Einarsson úr HFA og Jóhann Friðberg Helgason lenti í þriðja sæti. Í kvennflokki undir 17 ára lenti Íris Björk Magnúsdóttir úr HFA í öðru sæti.
UMMÆLI