Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir verður heiðursgestur Háskólahátíðar 2022

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir verður heiðursgestur Háskólahátíðar 2022

Háskólahátíð – brautskráning frá Háskólanum á Akureyri 2022 fer fram dagana 10. og 11. júní í Hátíðarsal háskólans. Athöfnunum verður streymt á Facebook og YouTube rás Háskólans á Akureyri. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er heiðursgestur hátíðarinnar í ár og mun hann ávarpa kandídata sem brautskrást úr grunnnámi á laugardeginum.

Þórólfur Guðnason hefur verið allt umlykjandi síðust tvö ár þar sem heimurinn stóð frammi fyrir skæðri farsótt. Fljótlega eftir fyrstu tilfellin var ljóst að Ísland ætlaði ekki að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini og setti ráðin í hendurnar á þríeykinu sem samanstóð af landlækni, sóttvarnarlækni og yfirlögregluþjóni. Þórólfur birtist þjóðinni títt á þessu tímabili. Hann var yfirvegaður og líkt og þríeykið allt skoraðist ekki undan neinum spurningum þó að hann hefði ekki alltaf svörin við öllu.

„Það er við hæfi að fá að hlíða á sóttvarnarlækni nú þegar kóvið er í miklu undanhaldi. Hann hefur haldið okkur við efnið síðustu ár, verið stoðin og styttan en nú mun hann sjálfur ljúka störfum 1. september n.k. að ljúka störfum og þá finnst mér áhugavert hvaða ráð hann hefur til kandídata,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Í fyrra voru engir gestir leyfðir en í ár geta kandídatar aftur boðið tveimur gestum með sér. Athafnirnar eru þrjár; ein brautskráning kandídata úr framhaldsnámi á föstudeginum og tvær athafnir fyrir kandídata sem brautskrást úr grunnnámi á laugardeginum. Að loknum athöfnunum er boðið til móttöku á fræðasviðunum.

Brautskráðir verða rúmlega 600 kandídatar af þremur fræðasviðum.

Nánar um dagskrá Háskólahátíðar hér:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó