Nova opnar nýja og glæsilega verslun á Akureyri og verður blásið til sérlegrar hátíðaropnunar í dag, þriðjudag frá klukkan 10.00. Ný verslun Nova er með talsvert öðru sniði en áður á Akureyri, þó svo að gleði og almennt fjör muni sannarlega áfram einkenna verslunina.
Ein af stóru breytingum er án efa sú að nú munu viðskiptavinir Nova og kaffiunnendur á norðurlandi, geta slegið tvær flugur í einu höggi, en með breytingunum verða Nova og Nespresso í sama rýminu. Verslunin verður áfram staðsett á Glerártorgi, en færir sig örlítið um set innan verslunarkjarnans.
„Nova hefur verið með verslun á Akureyri síðan 2008 og stækkað jafnt og þétt við okkur í takt við umfang. Nú erum við komin í enn stærra og glæsilegra rými á Glerártorgi og frábært að geta boðið norðlendingum upp á framúrskarandi þjónustu, hressandi viðmót og hágæða kaffi í einu og sama rýminu. Opnunin okkar verður virkilega flott, frábær opnunartilboð, FríttStöff í boði í ofanálag við hefðbundna Nova gleði og auðvitað verður öllum boðið upp á Nespresso,“ segir Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, markaðsstjóri Nova.
„Nespresso á Íslandi opnaði verslun á Glerártorgi á Akureyri í nóvember 2021 og hefur fengið góðar viðtökur. Nú hefur verslunin verið færð og verður í nýrri og glæsilegri verslun með Nova. Við hjá Nespresso erum gríðarlega ánægð og spennt fyrir þessu
samstarfi og hlökkum til að taka á móti núverandi og nýjum viðskiptavinum fyrir norðan. Í tilefni opnunar verður kaupauki fyrir klúbbmeðlimi þar sem ein auka lengja fylgir hverjum 10 keyptum lengjum og einnig verða frábær tilboð á völdum kaffivélum,“ segir Ívar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Nespresso á Íslandi.
Nova hefur þjónustað norðlendinga um árabil og ávallt lagt ríka áherslu á að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins á svæðinu. Í fyrra innleiddi Nova 5G á Akureyri og við það tífaldaðist nethraði á svæðinu og gerði að verkum að á Akureyri næst nú eitt alhraðasta netsamband á heimsvísu.
Opnunartími hinnar nýju og betri verslunar Nova og Nespresso verður á milli 10-18 virka daga og 10-17 um helgar.
UMMÆLI