Kjörsókn fer hægt af stað á Akureyri

Kjörsókn fer hægt af stað á Akureyri

Kjörsókn fer hægt af stað á fyrstu klukkutímum sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Klukkan 11.00 höfðu 791 greitt atkvæði eða 5,5 prósent kjörgengra íbúa. Á kjörskrá eru 14.688 einstaklingar.

Kjörstaðir opnuðu klukkan 09.00 í morgun og verða opnir til klukkan 22.00. Kosið er í Verkmenntaskólanum, í Hríseyjarskóla og Grímseyjarskóla. Talning atkvæða fer fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Á kosningavef Kaffið.is má finna allskyns gagnlegt efni fyrir kosningar og kynna sér helstu áherslur flokkanna. Smelltu hér til þess að skoða.

Sambíó

UMMÆLI