NTC

Af hverju X við K?

Af hverju X við K?

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Grettir: Jón , ég ér svangur.

Jón: Grettir þú varst að borða.

Grettir: Jón, mér leiðist!

Jón: Grettir, finndu þer eitthvað gera.

Grettir: Ég ætla út að dunda mér.

Jón: Ok en mundu að koma inn fyrir klukkan 24.

Grettir: ok.

Hverjir muna ekki eftir strípunum um Jón og Gretti?

Frábært tvíeyki þar á ferð.

Það hlýtur að segjast að ALLIR sem sitja nú í bæjarstjórn hafa lesið strípurnar um Jón og Gretti eða séð teiknimyndina. Mögulega haft hana með sér sem rök þegar ákvörðunin var tekin. Vegna þess að nýju reglurnar sem bornar hafa verið til ykkar, já bornar til ykkar kjósenda.  Þið þurfið ekki að samþykkja þær.

Ákvörðunin að banna lausagöngu katta frá miðnætti til klukkan 7 undir morgunn hlýtur að vera tekin af fólki sem heldur í alvöru að kettir geti tjáð sig eins og Grettir gerir. En staðreyndin er ekki sú.

Sagan um Gretti og Jón er teiknimyndasaga.

Mér finnst skrítið að þurfa að taka það fram. 

Þegar ég tala um fullorðið fólk.

Oddviti miðflokksins sagði í oddvitaspjalli á RÚV fyrir nokkrum dögum að þetta kattamál verði úr sögunni á næsta eða þarnæsta fundi, og að það þurfi ekkert að tala um það frekar. Sá fundur hefur nú verið haldinn og þetta mál er alls ekkert úr sögunni. Og það þarf að tala um það frekar vegna þess að málið hefur undið upp á sig allverulega. 

Einnig ætla þau að flýta þessu um tvö ár. Nú  1. janúar 2023 en ekki 1 janúar 2025 eins og samþykkt var fyrst.

Þannig að þið kattaeigendur hafið nú nokkra mánuði að kenna köttum ykkar nýjar útivistarreglur og á klukkur og kenna þeim að svara nafni sínu þegar kallað er á þá.

Nú viljum við ítreka fyrir kjósendur sem þetta lesa að við ætlum að fella þetta.

En til þess að geta það þurfum við ykkar atkvæði. 

Takið eftir.

ALLIR  fulltrúar í bæjarstjórn hafa nú samþykkt þetta. Sem segir okkur að við þurfum að fella heila bæjarstjórn. Til þess þarf mörg atkvæði til.  Við minnum á að þetta hefur tekist  áður hér í bæ. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur því til upprifjunar.

Kæri kjósandi.  Ef engu er breytt þann 14. maí nk, og þú mögulega kýst flokk vegna gamallar hefðar þá þarft þú kjósandi góður að hafa áhyggjur af kettinum þínum. Þurfa mögulega að sækja köttinn þinn á stöðina eftir miðnætti og það sem verra er, að reyna útskýra og róa niður smábörnin á heimilinu sem ekki geta sofnað af því að að heimiliskötturinn er ekki kominn heim og klukkan að slá í miðnætti og enginn veit hvað gerist.

Hvað verður um kettina? Hver fær leyfi að sækja þá? Ef þeir eru í garðinum hjá nágrannanaum? Má hann grípa til sinna ráða og gera að sem hann vill? Verða hafblá ljós sveimandi um allan bæ á nóttunni? Tekur lögreglan þetta að sér? Ætla þessir aðilar að ráða kattarnæturverði?   Hvað gerist ef kisa er ekki búin að skila sér heim? Það kemur hvergi fram hjá þeim hvað gerist. Hvað verðum um kisurnar tvær sem búa i lystigarðinum og eru á annarri hverri mynd með krökkunum sem garðinn sækja og eru orðnir góðvinir garðins? Hver á að kalla þá inn? Og hvert á að kalla þá?

Bæjarstjórn Akureyrar. Og því miður allir ellefu talsins að þessu sinni. Við höfum trú á fjórum áður.   

Hvað sjáið þið fyrir ykkur að það taki langan tíma að drepa allt kattarlíf á Akureyri. 4 ár? 8 ár? 12 ár?

Við getum ekki túlkað þetta öðruvísi en grimmilega aðgerð hjá vanhæfri bæjarstjórn til að útrýma köttum á Akureyri.  Fá fjölskyldur til að hugsa sig tvisvar um þegar verið er að velja nýja heimilisdýrið.  Við sjáum ekki annað en að bæjarstjórnin vilji hafa fjölskyldubæinn Akureyri kattalausan innan fárra ára.

Því spyr ég aftur. 

Ætlum við að leyfa þetta bara kæri kjósandi?

Það þarf að grípa til vopna.  ÞÚ ert með vopnið.  Þetta kattarmál er eitt mál af mörgum sem tæklað er eins af núverandi bæjarstjórn. Þessi vinnubrögð hjá bæjarstjórninni eru ekki til að hreykja sér af.

Enginn í bæjarstjórninni hefur dug eða hug í að standa upp og segja NEI!

Allir eru nú sammála.

Prófum þetta maður!

Engin andmæli.

Helber meðvirkni og kettirnir deyja. Fjölskyldubærinn Akureyri rær á ný mið með nafn sitt. Mun heita  Akureyri – þar sem kettir eru ekki velkomnir hjá utanbæjarfólki. Við verðum skotspónn athlægi.

Ekki ef við fáum ykkur með okkur. 

Akureyri. Verum huguð.  Þorum að breyta og stoppa þennan farsa sem á sér stað í Ráðhúsi Akureyrarbæjar undir hatti bæjarstjórn Akureyrar. Þessi farsi verður endursýndur aftur og aftur næstu fjögur árin með fjöldamörg mál sem fara sömu leið og þetta með kettina.  Með meðvikrni, ódug og kaffi. Þú getur hnekkt þessu. 

Til að hnekkja þessu og breyta bænum til betri vegar þurfum við meirihluta atkvæða .

Við þurfum atkvæði ykkar allra.

Við þurfum X- K þann 14. mai.

Að lokum. Þá ætlum við að lofa þér því kæri kjósandi, að hafa málin okkar brýnni þegar loka á bæjarstjórninni eftir fjögur ár en að hugsa um að loka göngugötunni eða banna lausagöngu katta. Við erum  ekki á leið á fjögurra ára kaffihúsapjall með vinum okkar um ketti og aðra smávægilega hluti sem ekki skipta stórmáli. Við ætlum að vinna stóru málin fyrir alla þá sem þurfa á okkur að halda og telja að á sér sé brotið. Ungt fólk í fasteignaleit og aldraðir og öryrkjar sem engin kjör fá. Og við ætlum að vinna fyrir kisurnar okkar.  Þið hin sem ekki eru nefnd hér.  Segið okkur hver þið eruð og hvar þið eruð.

Við skulum gera hvað við getum til að koma ykkar máli fram og í gegn.  

Við ætlum að vinna fyrir ykkur sem hér búa, en ekki þá sem búa hér ekki og eru mögulega að flytja hingað einhverntímann. 

Ásgeir Ólafsson Lie skipar 2. sætið á lista Kattaframboðsins á Akureyri, K listans.

Sambíó

UMMÆLI