NTC

Sóley Björk ráðin verkefnastjóri Rauða krossins við Eyjafjörð

Sóley Björk ráðin verkefnastjóri Rauða krossins við Eyjafjörð

Sóley Björk Stefánsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Rauða krossins við Eyjafjörð og hefur hún störf í byrjun maí. Sóley hefur starfað undanfarin ár sem bæjarfulltrúi VG á Akureyri og hefur því til viðbótar afar fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og ýmiskonar félagsstarfi.

Sóley er með BA gráðu frá Háskólanum á Akureyri í fjölmiðlafræði og hefur lokið kennslufræðum til kennsluréttinda frá sama skóla.

„Sóley er Rauða krossinum vel kunnug, en undanfarin ár hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð og sinnt þar ýmsum verkefnum. Var hún meðal annars hópstjóri yfir verkefninu Opið hús þar sem innflytjendur fengu aðstoð. Jafnframt var hún sjálfboðaliði í Lautinni – athvarfi fyrir fólk með geðraskanir og íslenskuvinur. Sóley hefur jafnframt sinnt tímabundnum hlutastörfum hjá Rauða krossinum sem starfsmaður í farsóttarhúsi, verkefnafulltrúi málefna flóttafólks og verkefnastjóri unglingastarfs Rauða krossins í Reykjavík. Við bjóðum Sóleyju innilega velkomna til starfa,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó