BB byggingar kynntu nú á dögunum uppbyggingu í norðurhluta miðbæ Akureyrar fyrir skipulagsráði bæjarins. Til stendur að byggja allt að sex hæða hús á lóðum þar sem Borgarbíó og JMJ húsið standa í dag.
Skipulagsráð hefur tekið jákvætt í hugmyndirnar. Á fyrstu hæð húsanna er gert ráð fyrir verslun og þjónustu sem mun tilheyra miðbæjarstarfsemi en á efri hæðum gætu verið allt að 70 íbúðir.
Björn Ómar Sigurðarson hjá BB byggingum birti myndir á Facebook síðu sinni þar sem má sjá hugmyndir af húsunum. „Vonandi verður þetta að veruleika og mun gefa miðbænum aukið líf,“ skrifar Björn Ómar.
UMMÆLI