Ragga Rix, rappari frá Akureyri, mun hita upp fyrir tónleika Reykjavíkurdætra á Græna Hattinum annað kvöld, föstudag.
„Hún sigraði rímnaflæði í fyrra og við erum svo spenntar að fá að hafa hana með,“ segja Reykjavíkurdætur í spjalli við Kaffið.is.
Ragga sjálf segist vera svaka peppuð og spennt fyrir því að hita upp fyrir Reykjavíkurdætur. „Þær eru súper svalar og alltaf partý þegar þær mæta á svið. Ég ætla að reyna að læra eitthvað af þeim, ég er bara byrjandi en þær búnar að vera lengi í bransanum. Það er gaman fyrir mig að fá þetta tækifæri. Mér finnst að það ætti að vera svona rapp grúppa hér, Akureyrardætur. Ég býð mig fram og auglýsi eftir svölum stelpum í rappinu á Norðurlandi,“ segir Ragga í spjalli við Kaffið.
Ragga Rix eða Ragnheiður Inga Matthíasdóttir er 14 ára Akureyringur sem sigraði Rímnaflæði 2021 með laginu „Mætt til leiks“. Í byrjun apríll fylgdi hún sigrinum eftir með nýju lagi, „Bla bla bla“.
UMMÆLI