NTC

Þóra Pétursdóttur nýr formaður Þórs

Þóra Pétursdóttur nýr formaður Þórs

Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs á Akureyri fór gram í gærkvöldi. Þar var Þóra Pétursdóttir ráðin formaður félagsins en hún tekur við stöðunni af Inga Björnssyni.

Þóra er fædd árið 1982 og hefur verið virk í félagsstarfi Þórs frá barnæsku. Hún er önnur konan sem gegnir embætti formanns hjá félaginu. Sú fyrsta var Svala Stefánsdóttir sem var formaður rétt fyrir síðustu aldamót.

Ingi Björnsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns, en hann hafði gegnt því embætti undanfarin fjögur ár.

„Óhætt er að segja að í tíð Inga hafi félagsstarf blómstrað og rekstur þess sjaldan, ef nokkurntíman verið betri (nánar um það síðar). Íþróttafélagið Þór vill koma á framfæri miklum þökkum til Inga fyrir afar gott starf í þágu félagsins.“ segir í tilkynningu á vef Þórs.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó