NTC

Jón Már Héðinsson stígur til hliðar sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri

Jón Már Héðinsson stígur til hliðar sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri

Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, mun stíga til hliðar í sumar. Jón Már greindi frá ákvörðun sinni á fundi með starfsfólki skólans í dag. Frá þessu er greint á Akureyri.net í dag.

Jón Már tók við starfi skólameistara í Menntaskólanum á Akureyri árið 2003 af Tryggva Gíslasyni. Þar áður hafði hann starfað sem kennari við skólann frá árinu 1980. Sex árum fyrir það útskrifaðist hann sjálfur sem stúdent úr skólanum, árið 1974.

Sambíó

UMMÆLI