NTC

Njáll Trausti leysti af á stórum degi á Akureyrarflugvelli

Njáll Trausti leysti af á stórum degi á Akureyrarflugvelli

Í gær var óvenju mikil flugumferð á Akureyrarflugvelli og nokkrar þotur voru í flughlaðinu. Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi leysti af í flugturninum og það var sannarlega nóg að gera hjá honum.

Tvær flugvélar þýska hersins voru meðal annars staddar á flugvellinum í gær. Önnur vélanna bilaði á laugardaginn og þurfti að lenda í varúðarskyni. Þá var annarri vél flogið til landsins með aukahluti til að hægt væri að fljúga biluðu vélinni aftur til Þýskalands. Báðar vélarnar flugu aftur til Þýskalands seinnipartinn í gær, sú bilaða fór af stað klukkustund fyrr. 

Hér að neðan má sjá myndir frá flugvellinum í gær.

Sambíó

UMMÆLI