NTC

Býður flóttafólki frá Úkraínu kjallaraíbúðina sína

Býður flóttafólki frá Úkraínu kjallaraíbúðina sína

Michael Jón Clarke, tónlistarmaður og tónlistarkennari á Akureyri, vinnur nú að því að koma kjallaraíbúð sem hann á í stand til að bjóða úkraínsku flóttafólki að búa í. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Michael hefur biðlað til stjórnvalda að skipuleggja leiðir til þess að hýsa flóttafólk frá Úkraínu. „Það fer svo rosalega fyrir brjóstið á mér að geta ekki gert neitt. Ég sé myndir af krökkum á flótta, labbandi með einn bangsa. Ég verð að gera eitthvað,“ segir Michael í Fréttablaðinu.

Hann segir að það sé fullt af ónotuðu húsnæði um allt á Íslandi og það sé mikilvægt að bjóða flóttafólki upp á hjálp og vináttu. Í slíkum húsnæðum geti það verið innan um annað fólk og komist til að mynda auðveldlega í búðir.

Nánar er rætt við Michael Jón Carke í Fréttablaðinu í dag en þar má einnig sjá ljóð sem hann samdi um stríðið í Úkraínu.

Sambíó

UMMÆLI