Framsókn

Hefja millilandaflug til Akureyrar í sumar

Hefja millilandaflug til Akureyrar í sumar

Flugfélagið NiceAir mun hefja millilandaflug til Akureyrar í sumar. Í upphafi verður flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og áætlað er að hefja flug 2. júní.

Í upphafi verða fimm til sex flug á viku með einni flugvél sem tekur um 150 farþegar í sæti. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, flugmaður og framkvæmdastjóri flugfélagsins segir að gögn bendi til mikillar eftirspurnar en að í upphafi verði farið hægt í sakirnar. Greint verður nánar frá áfangastöðum innan tíðar.

„Þetta mun gerbylta lífsskilyrðum fólks sem býr á Akureyri og nágrenni. Það má líkja þessu við þegar rafmagn kom í sveitir fyrir 100 árum. Í dag þarf fólk samgöngur, fjarskipti og orku en okkur hefur skort samgöngur til þessa,“ segir Þorvaldur Lúðvík í Fréttablaðinu. Hann segir að miðaverð verði samkeppnisfært við heildarkostnað við flug til og frá Keflavík.

Hluthafar Niceair eru 17. Hluthafahópurinn er fjölbreyttur, kemur úr ferðaþjónustu, iðnaði og sjávarútvegi. Má nefna Höld – Bílaleigu Akureyrar, Kaldbak fjárfestingafélag Samherja, Norðurböð sem eru meðal annars í eigu Bláa Lónsins og Kjálkaness, flugfélagið Norlandair, Bruggsmiðjuna Kalda, KEA og tónskáldið Atla Örvarsson.

Nánar er rætt við Þorvald Lúðvík hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó