Rakel flutti nýtt lag með hljómsveitinni Lón í Hljómskálanum

Rakel flutti nýtt lag með hljómsveitinni Lón í Hljómskálanum

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir syngur á nýju lagi hljómsveitarinnar Lón. Rakel kom fram ásamt sveitinni í Hljómskálanum á RÚV í gærkvöldi og flutti lagið Runaway. Myndband af flutningnum má sjá hér að neðan. Lagið er einnig komið inn á Spotify.

„Það var alveg sérstaklega gaman að fá að koma fram í Hljómskálanum í gær. Þar fluttum við félagarnir í LÓN nýtt lag, Runaway. Hin frábæra Rakel syngur þarna með mér, æðisleg söngkona,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari sveitarinnar.

Rakel skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári eftir að hún gaf út fjögurra laga EP plötuna Nothing ever changes. Hún er tilnefnd sem söngkona og nýliði ársins á íslensku Hlustendaverðlaununum 2022. Þá er lagið Ég var að spá, sem hún gaf út ásamt JóaPé og CeaseTone tilnefnt sem lag ársins.

Sjá einnig: Rakel og Karen Ósk tilnefndar til Hlustendaverðlaunanna 2022

Rakel vinnur nú að útgáfu á nýrri splittskífu ásamt tónlistarkonunum Salóme Katrínu og ZAAR. Platan sem kemur út þann 25. febrúar næstkomandi ber titilinn While We Wait. Platan er með tveimur lögum með hverri þeirra fyrir sig ásamt einu sem þær gerðu saman.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó