Fallorka, í eigu Norðurorku sem aftur er í eigu Akureyrarbæjar og fimm nágrannasveitarfélaga, vill styðja við orkuskipti í samgöngum og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á 30 prósent afslátt á hleðslustöðvum Fallorku og einnig 12% afslátt af heimilisrafmagni.
Fallorka rekur í dag hleðslustöðvar við Sundlaug Akureyrar, Ráðhúsið, Amtsbókasafnið. Ný hleðslustöð við stöðvarhús Glerárvirkjunar 2, bætist við á allra næstu dögum og fleiri munu bætast við á árinu. Þú greiðir fyrir rafmagn á þessum stöðvum með appi Ísorku.
Fallorka var stofnað árið 2002. Fyrirtækið er að fullu í eigu Norðurorku, sem rekur raf-, hita-, vatns- og fráveitu á Akureyri og víðar á Eyjafjarðarsvæðinu. Fallorka rekur fjórar vatnsaflsvirkjanir á Eyjafjarðarsvæðinu og þær framleiða hreina og endurnýjanlega raforku.
„Rafbílum fjölgar hratt þessa dagana og eru heimilin í landinu þannig að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Rafbíllinn notar talsvert mikið rafmagn eða álíka og öll önnur notkun heimilisins samanlagt, þ.e. lýsing, eldamennska, tölvur, kæliskápur, þvottavél og annað,“ segir í tilkynningu.
Ef þú vilt nýta þér þetta tilboð hafðu þá samband í síma 460 1380 eða á tölvupóst fallorka@fallorka.is og gefðu upp:
- heimilisfangið þitt
- bílnúmer á rafbílnum
- nafn og GSM númer þeirra sem munu nota hleðslustöðvarnar
UMMÆLI