Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands segir von á meti í komu ferðamanna með skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar. 200 þúsund ferðamenn hafa boðað komu sína til bæjarins með um 200 skipum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
„Nú virðist sem covid sé aðeins á undanhaldi og menn eru bara býsna bjartsýnir fyrir sumarið og bókanir eru mjög góðar. Síðustu ár hafa verið mjög sérstök og skýtin og erfið í raun,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.
Hann segir að ef engar afbókanir verða þá verði sumarið betra en það sem hefur sést fyrir Covid.
UMMÆLI