Áttatíu og sex brautskráðir frá VMA í dag

Áttatíu og sex brautskráðir frá VMA í dag

Áttatíu og sex nemendur með 97 skírteini brautskráðust frá VMA við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Ómar Kristinsson, sviðsstjóri stúdentsprófsbrauta og sjúkraliðanáms, og Baldvin Ringsted, sviðsstjóri iðn- og fjarnáms, afhentu brautskráningarnemum skírteini sín.

Frá þessu er greint á vef Verkmenntaskólans á Akureyri en þar má finna ítarlega umfjöllun um brautskráninguna.

Skipting brautskráningarnema á námsbrautir er eftirfarandi:

Hársnyrtiiðn – 1
Múrsmíði – 9
Rafeindavirkjun – 12
Rafvirkjun – 4
Stálsmíði – 1
Vélvirkjun 1
Vélstjórn – 1
Viðbótarnám til stúdentspróf að loknu iðnnámi – 3
Iðnmeistarar – 15
Félags- og hugvísindabraut – 2
Fjölgreinabraut – 9
Íþrótta- og lýðheilsubraut – 6
Listnáms- og hönnunarbraut – myndlistarlína – 5
Listnáms- og hönnunarbraut – textíllína – 3
Náttúruvísindabraut – 3
Viðskipta- og hagfræðibraut – 1
Sjúkraliðabraut – 10

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó