Framsókn

Viktor Samúelsson er kraftlyftingakarl ársinsMynd: Kraft.is

Viktor Samúelsson er kraftlyftingakarl ársins

Viktor Samúelsson, kraftlyftingamaður úr  Kraftlyftingafélagi Akureyrar, hefur verið valinn kraftlyftingakarl ársins af Kraftlyftingasambandi Íslands. Kristín Þórhallsdóttir var valin kraftlyftingakona ársins.

„Það var ákveðið á stjórnarfundi KRAFT 14 desember síðastliðinn. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á árinu, en þau hafa verið sjálfum sér, íþróttinni og Íslandi til sóma með afrekum sínum og framkomu,“ segir í tilkynningu Kraftlyftingasambandsins.

Viktor sem er fæddur árið 1993 var stigahæsti kraftlyftingakarl Íslands árið 2021 með 99,93 stig. Hann lenti í 6. sæti á Heimsmeistaramótinu og Evrópumótinu í kraftlyftingum árið 2021. Þá varð hann Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum, klassískri réttstöðulyftu og í réttstöðulyftu á árinu. Hann sigraði á Reykjavíkurleikunum 2021 og á árinu setti hann Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og í samanlögðum lyftingum. Viktor hefur einu sinni áður hlotið þennan heiður er hann var valinn kraftlyftingakarl ársins 2015. 

Viktor var valinn íþróttamaður Akureyrar á síðasta ári. Íþróttakona Akureyrar árið 2020, Aldís Kara Bergþórsdóttir, var valin skautakona ársins í ár.

Sjá einnig: Aldís Kara valin skautakona ársins þriðja árið í röð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó