NTC

Hilda Jana sú eina sem vill vera áfram oddviti

Hilda Jana sú eina sem vill vera áfram oddviti

Fimm af sex oddvitum bæjarstjórnarflokka Akureyrar ætla ekki að gefa kost á sér í oddvitasæti í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Sjö bæjarfulltrúar hafa þegar tilkynnt að þeir ætli ekki að bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar eru sú eina sem hefur tilkynnt um framboð sitt. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans hyggst bjóða sig fram en ekki sem oddviti.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir það vera áhyggjuefni hversu örar breytingar eru í sveitarstjónum og að það sé slæm þróun. Ásthildur segir sjálf að það sé nýrrar bæjarstjórnar að ákveða hver þeirra bæjarstjóri verði en að hún myndi auðmjúk taka við því hlutverki ef að til hennar væri leitað.

Nánar má lesa um málið á vef RÚV.

VG

UMMÆLI

Sambíó