NTC

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid

Einn einstaklingur eru nú inniliggjandi í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Þetta kemur fram í pistli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, á Covid.is.

Þetta er fyrsti einstaklingurinn sem hefur verið í öndunarvél á Sjúkrahúsinu síðan 29. júlí á þessu ári, þegar ný bylgja faraldursins fór af stað, samkvæmt heimasíðu Sjúkrahússins.

Tveir aðrir hafa verið lagðir inn á Covid deild Sjúkrahússins en enginn annar á gjörgæslu. Í dag eru 64 einstaklingar í einangrun vegna Covid á Norðurlandi eystra og 88 eru í sóttkví.

Sjúkrahúsið er á hættustigi og fundar Viðbragðsstjórn SAk daglega. „Þetta kallar á viðbótarálag á starfsfólk einu sinni enn í þessum faraldri og nú sem aldrei reynir á úthald og samstöðu sem hingað til hefur verið til fyrirmyndar,“ segir á heimasíðu SAk.

Fréttin hefur verið uppfærð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó