Framsókn

Skoða blóðsýni vegna gruns um byrlun

Skoða blóðsýni vegna gruns um byrlun

Rann­sókn stend­ur nú yfir á máli þar sem grunur er um að þrem­ur ein­stak­ling­um hafi verið byrluð ólyfjan á skemmti­stað á Ak­ur­eyri um helgina. Páley Borgþórs­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á Norður­landi Eystra, staðfestir í samtali við mbl.is að verið sé að rannsaka blóðsýnin.

Sjá einnig: Grunur um að þremur hafi verið byrlað

Spurð seg­ist hún ekki vita hvenær niður­stöður á rann­sókn á blóðsýn­um muni liggja fyr­ir. Þá gat hún ekki svarað því hvort um­rædd mál hafi öll átt sér stað á sama skemmti­staðnum né því hvort búið væri að skoða mynd­efni úr eft­ir­lits­mynda­vél­um af skemmtistöðunum og ræða við vitni.

„Þetta er svo nýtt að það er eig­in­lega ekk­ert hægt að segja um stöðuna. Það er ekki gott fyr­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ina. Við vilj­um ekk­ert offra þeim neitt í þessu,“ segir Páley í samtali við mbl.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó