Rannsókn stendur nú yfir á máli þar sem grunur er um að þremur einstaklingum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistað á Akureyri um helgina. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra, staðfestir í samtali við mbl.is að verið sé að rannsaka blóðsýnin.
Sjá einnig: Grunur um að þremur hafi verið byrlað
Spurð segist hún ekki vita hvenær niðurstöður á rannsókn á blóðsýnum muni liggja fyrir. Þá gat hún ekki svarað því hvort umrædd mál hafi öll átt sér stað á sama skemmtistaðnum né því hvort búið væri að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum af skemmtistöðunum og ræða við vitni.
„Þetta er svo nýtt að það er eiginlega ekkert hægt að segja um stöðuna. Það er ekki gott fyrir rannsóknarhagsmunina. Við viljum ekkert offra þeim neitt í þessu,“ segir Páley í samtali við mbl.is.
UMMÆLI