NTC

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri

Á fimmtudag og föstudag fara fram Opnir dagar í Háskólanum á Akureyri. Þar gefst gestum tækifæri á að kynna sér námsframboðið frá fyrstu hendi.

Dagskráin verður með breyttu sniði og áhersla lögð á að hver og einn geti kynnt sér nám á eigin forsendum. Stúdentar verða með fjölbreytta bása til að gefa betri innsýn inn í námið og félagslífið við HA.

Útskriftarárgangar framhaldsskólanna eru sérstaklega velkomnir en einnig aðrir gestir sem eru að velta fyrir sér háskólanámi.

Kynningin á fimmtudag er frá kl. 10–12 og á föstudaginn er hún frá kl. 12–14. Í boði verður að taka þátt í laufléttum ratleik til að glöggva sig á námsframboðinu og svæðinu en einnig verður í boði að fara í göngutúr um háskólasvæðið. Báða daga endar kynningin með pizzuveislu.

„Opnu dagarnir eru kjörið tækifæri til að eiga samtal við jafningja um hvernig það er að vera nemandi í HA. Stúdentarnir okkar eru bestu meðmælin en geta líka sagt heiðarlega frá því hvernig er best að undirbúa sig fyrir sveigjanlegt nám,“ segir Katrín Árnadóttir forstöðumaður Markaðs- og kynningarmála.

Opnir dagar Háskólans á Akureyri hafa verið haldnir um árabil og eru vel sóttir af útskriftarárgöngum framhaldsskólanna á svæðinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó