Skemmtistaðurinn Vamos á Akureyri mun í kvöld sýna beint frá söngkeppni Idol í Svíþjóð. Þar er Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson einn af keppendum en hann hefur slegið í gegn í keppninni hingað til.
Vegna réttindamála er ekki hægt að horfa á sænska Idolið á Íslandi en Eyþór Ingi Jónsson, stjúpfaðir Birkis, hefur samið við sænsku sjónvarpsstöðina TV4 og fengið leyfi til þess að sýna frá keppninni á Vamos.
Birkir mun flytja lagið A change is gonna come eftir Sam Cooke í kvöld. Útsending hefst klukkan 18.00 í kvöld.