Gefins bækur á Akureyri

Gefins bækur á Akureyri

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur komið fyrir kössum með gefins bókum á nokkrum stöðum í bænum. Þar má finna bækur sem annars hefðu farið í endurvinnslu, svo með þessu er verið að framlengja líf þeirra.

Íbúar bæjarins eru hvattir til að kíkja í kassa og taka sér bók. Fólk getur einnig notað kassana til þess að skilja eftir bækur sem það er hætt að nota og vill losa sig við. 

Nú eru komnir nýir kassar í Sunnuhlíð, Glerársundlaug, Axelsbakarí, Backpackers og Berlín. Að auki eru bækur frá safninu í Sundlaug Akureyrar og barnabækur í Boganum og KA-heimilinu. 

VG

UMMÆLI