Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson komst í gærkvöldi áfram í 13 manna úrslit í sænsku útgáfu sjónvarpsþáttanna Idol. Birkir söng lagið Sexy and I know it eftir Noah Guthrie og vakti mikla lukku hjá dómnefnd.
Það hefur verið nóg að gera hjá Birki í vikunni en hann kom einnig fram í þáttunum á mánudaginn. Hann komst ekki áfram þá eftir kosningu en fékk annað tækifæri í gærkvöldi og nýtti það svo sannarlega.
Birkir er nú kominn alla leið í lokakafla þáttaraðarinnar en framundan eru tólf þættir á hverjum föstudegi þar sem einn keppandi dettur út í hverjum þætti.
Hægt er að horfa á flutninginn sem tryggði Birki Blæ áfram á vef TV4 með því að smella hér.
UMMÆLI