Framsókn

Álfabikarinn – umhverfisvænn og þægilegur


Á www.svonablogg.wordpress.com skrifa tvær ungar konur frá Akureyri blogg sem fjallar um sjálfbærni, nýtingu og umhverfið. Hildur Þórbjörg Ármanssdóttir skrifaði um Álfabikarinn og Kaffið fékk leyfi til að birta bloggið hér á síðunnni.

 


Álfabikarinn. Ég man þegar ég heyrði um hann fyrst, ætli það hafi ekki verið í kynfræðslu í grunnskóla og að hann væri aðeins ætlaður konum sem hafa eignast barn. Þá voru dömubindi og túrtappar málið. Ég var hinsvegar ein af þeim sem þurfti alltaf að vakna á nóttunni til að skipta eða þá að liggja grafkyrr alla nóttina og stökkva svo inn á bað um leið og ég vaknaði. Ekkert sérstaklega þæginlegt.

Þegar ég varð eldri fór ég að heyra meira af álfabikarnum en pældi síðan aldrei meira í því, þekkti engan sem notaði þetta og það var fast í hausnum á mér að þetta væri bara fyrir mömmur. Síðan segir vinkona mín mér að hún sé að nota svona og að þetta sé geðveikt. Hún seldi mér þetta alveg og mig minnir að ég hafi farið nokkrum dögum seinna og keypt mér álfabikar. Hef ekki keypt túrtappa né dömubindi í  ca 2 ár núna.

Þetta grínlaust breytti lífi mínu. Er eiginlega smá fúl að hafa farið í gegnum ár eftir ár án þess að nota þetta. Ég gat loksins sofið á nóttunni og hreyft mig eins og ég vildi án þess að skemma lak í leiðinni. Ég hélt fyrst að ég myndi finna fyrir honum þarna uppi og að þetta yrði óþæginlegt en ég finn ekkert fyrir honum og þarf ekki að hafa áhyggjur á að allt fari út um allt.

Ég notaði þetta þegar ég fór í heimsreisu, mjög þæginlegt upp á það að þú þarft ekki alltaf að vera að skipta um túrtappa á dömubindi á almenningssalernum sem voru ekki mikið meira en hallandi gólf og múrsteinar til að standa á. Síðan er náttúrulega mjög stór plús að þetta er umhverfisvænt.

Ég fór aðeins að googla meðan ég skrifaði þessa bloggfærslu og rakst á grein á Huffington Post sem ég linka hér fyrir neðan. Í henni var farið yfir tölfræðina í þessum málum. Okei. Ef við gerum ráð fyrir að þær sem nota túrtappa noti 4 túrtappa á dag (mælt með að skipta með 4-8 klst millibili) í hvert skipti sem þær fara á túr yfir alla ævi (u.þ.b. 38 ár) þá eru það yfir 9 ÞÚSUND TÚRTAPPAR! Og þetta er bara notkun einnar konu. Síðan notar maður stundum dömubindi líka og þunn bindi síðustu dagana svo þetta er rosa fljótt að safnast upp.

http://www.huffingtonpost.com/2015/05/18/period-cost-lifetime_n_7258780.html

Einnig rakst ég á helling af greinum sem fjalla um efnin í túrtöppum og að notkun þeirra getur leitt til TSS eða toxic shock syndrome sem getur verið lífshættulegt.

10055280Ég nota Mooncup í týpu B (A er sérstaklega fyrir konur sem hafa gengið með barn). Mooncup inniheldur hvorki latex né plast og er þ.a.l. ekki ofnæmisvaldandi. Hann þurrkar ekki (þetta var það sem ég hataði við túrtappa) og veldur ekki kláða eða pirring eins og gerist svo oft með túrtappa og bindi.

Það væri draumur ef að allar stelpur í kynfræðslu fengu einn álfabikar í staðin fyrir þetta hefðbundna. Það myndi til lengri tíma spara öllum pening og gera gott fyrir umhverfið. Mér finnst það allaveganna mjög góð skipti. Ég skora á allar konur sem lesa þetta að kynna sér þetta og vonandi kaupa álfabikarinn. Ég hef ekki fundið nein neikvæð ummæli um hann svo ég get næstum lofað því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Tekið af: Svona blogg

VG

UMMÆLI