Mót í Brasilísku Jiu Jitsu um síðustu helgiFriðgeir Andri Sverrisson, bronshafi í keppni helgarinnar.

Mót í Brasilísku Jiu Jitsu um síðustu helgi

Flottur hópur keppenda frá Atlantic Jiu – Jitsu æfingamiðstöðinni á Akureyri, keppti fyrir hönd Atlantic á íþróttamótinu Hvítur á leik síðasta laugardag. Mótið er haldið árlega af VBC í Kópavogi og er fyrir byrjendur í sportinu, en flestir fá sína fyrstu keppnisreynslu á þessu móti.

Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, en 75 manns skráðu sig sem eru um helmingi fleiri en á síðasta móti. Keppendur Atlantic komu heim með tvö brons af mótinu, Alexander Reynisson og Friðgeir Andri Sverrisson hrepptu báðir þriðja sætið í sínum flokki.

Glæsilegur árangur og sportið er augljóslega að stækka hratt. Fyrir áhugasama um íþróttina og æfingamiðstöðina Atlantic má finna nánari upplýsingar hér.

Friðgeir Andri Sverrisson.
Alexander Reynisson ásamt Tómasi, þjálfara hjá Atlantic.
Dagný Hulda Valbergsdóttir við keppni.
VG

UMMÆLI