Uppskrift
Brownie
700 gr sykur
390 gr smjör (brætt)
4 tsk vanilla
6 egg
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
110 gr kakó
250 gr hveiti
Kökudeig
285 gr sykur
245 gr púðursykur
330 gr smjör (mjúkt)
4 1/2 tsk vanillusykur
1 tsk salt
480 gr hveiti
1 – 1 1/2 dl mjólk
300 gr súkkulaði
Súkkulaðigljái
1,5 dl rjómi
200 gr súkkulaði
2 msk síróp
2 msk smjör
Súkkulaðismjörkrem
95 gr smjör (mjúkt)
125 gr flórsykur
1 tsk vanilla
20 gr kakó
1 msk heitt vatn
Aðferð brownie
1. Hitið ofninn í 170°C
2. Bræðið smjör og leyfið því að kólna aðeins
3. Hrærið saman smjör, egg og vanillu
4. Bætið eggjunum við einu í einu og hrærið á milli
5. Sigtið þurrefnin saman og hellið síðan saman við hitt
6. Setjið smjörpappír í botninn á þremur hringlaga kökuformum og skiptið deginu jafnt á milli
7. Bakað í 20 mín
Aðferð kökudeig
1. Hrærið saman báðar tegundirnar af sykri, smjör og vanillusykur
2. Bætið salti, hveiti og mjólk saman við og hrærið áfram
3. Saxið súkkulaði í smáa bita og bætið út í og hrærið aðeins áfram
4. Skiptið deiginu jafnt á milli tveggja hringlaga kökuforma (jafn stór og þau sem voru notuð til að baka brownie botnana) og setjið í kæli / frysti á meðan kremin eru gerð klár
Aðferð súkkulaðigljái
1. Saxið súkkulaðið niður og setjið í skál
2. Hitið rjómann í potti/örbyglju og hellið svo yfir súkkulaðið og leyfið því að standa í 2 mín
3. Hrærið í blöndunni og bætið sírópi og smjöri saman við
4. Setjið til hliðar og leyfið að kólna aðeins
Aðferð súkkulaðismjörkrem
1. Þeytið smjörið vel
2. Bætið vanillu saman við og hrærið áfram
3. Bætið kakó og flórsykri við í tveimur skömmtum og heita vatninu með
4. Setjið í sprautupoka og leggið til hliðar
Kakan sett saman:
1. Setjið brownie kökubotn á kökudisk og setjið smá dropa af súkkulaðigljáa ofaná
2. Því næst er settur cookie dough botn ofaná og smá dropi af súkkulaðigljáa ofaná hann
3. Gerið þetta koll af kolli þangað til að síðasti brownie botninn er kominn á
4. Setjið sykurskraut í lófann á ykkur og þrýstið á cookie dough botnana, allan hringinn
5. Hellið restinni af súkkulaðigljáanum yfir kökuna og leyfið gljáanum að leka niður hliðarnar (rólega!)
6. Sprautið doppur í hring ofan á kökuna með smjörkreminu
7. Hellið eins miklu sykurskrauti yfir kökuna og þið eigið til!
Geymið kökuna í kæli – hún er best stíf og köld 🙂
UMMÆLI