Sunna Friðjónsdóttir gaf út sína fyrstu sólóplötu, Enclose, þann 20. janúar síðastliðinn. Platan samanstendur af blöndu dreymandi popplaga og umlykjandi kammerstykkja.
Sunna ólst upp við klassíska tónlist og nám í þverflautulaik. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að lagasmíðum og flutningi á eigin efni.
Hægt er að panta niðurhal af plötunni á bandcamp-síðu Sunnu og nálgast frítt niðurhal af laginu Bergmál. Plötuna má einnig finna í fullri lengd á Youtube.
UMMÆLI