NTC

Peningar ekki vandamálið

Eins og fram hefur komið undanfarið hafa er­lend­ar þotur, á vegum ferðaskrifstofunnar Super break þurft tvisvar sinn­um að lenda í Kefla­vík í stað Ak­u­eyr­ar í vik­unni en koma þarf svo­kölluðum blind­búnaði (ILS) á flug­völl­inn til að er­lend­ar þotur geti lent þegar skyggnið er slæmt. Búnaðurinn mun kosta um 100 millj­ón­ir króna að koma upp á flug­völl­inn en Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra seg­ir að pen­ing­ar séu ekki vanda­málið.

„Það er mjög óheppi­legt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað, en verk­efnið er hjá Isa­via og við verðum að bregðast við eins fljótt og hægt er og erum að skoða það í ráðuneyt­inu. Við ger­um þetta eins hratt og hægt er en það eru áhöld uppi um að það verði ekki hægt fyrr en í vor eða sum­ar.“ Segir Sigurður.

 

 

Sambíó

UMMÆLI