Nýtt Listasafn formlega tekið í notkun 17. júní

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var dagskrá ársins 2018 og komandi starfsár kynnt. Einnig var farið í gegnum þær framkvæmdir sem nú standa yfir á Listasafninu og þær útskýrðar.

Í lok fundarins var undirritaður nýr samstarfssamningur Listasafnsins og Icelandair Hotels Akureyri og Air Iceland Connect. Það var Sigrún Björk Sigurðardóttir, hótelstjóri Icelandair Hotels Akureyri, og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, sem undirrituðu samninginn. Prentaðri dagskrá ársins var í dag dreift í öll hús á Akureyri.

Sýningaárið 2018 byrjar með tveimur opnunum laugardaginn 24. febrúar kl. 15. Á miðhæð Ketilhússins má þá sjá hina árlega samsýningu starfandi listamanna og skólabarna, Sköpun bernskunnar, en á svölunum opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýninguna Kyrrð. Við taka sýningar á verkum Bergþórs Morthens, Rof, nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA og útisýningin Fullveldið endurskoðað.

Listasafninu verður lokað í maí og fram til 17. júní þegar nýtt safn verður formlega tekið í notkun. Þá verða opnaðar hvorki meira né minna en sjö sýningar samdægurs: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Hugleiðing um orku; Sigurður Árni Sigurðsson, Hreyfðir fletir; Aníta Hirlekar, Bleikur og grænnSvipir – valin verk úr safneign Listasafns ASÍ, Hjördís Frímann og Magnús Helgason; HugmyndirÚrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri og yfirlitssýningin Frá Kaupfélagsgili til Listagils.

VG

UMMÆLI