Annars vegnar er auglýst eftir umsóknum um samstarfssamninga og verkefnastyrki og hins vegar umsóknum um starfslaun listamanna.
Samstarfssamningar eiga við um verkefni sem stuðla að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri og þar er hægt að sækja um samstarf til tveggja eða þriggja ára í senn.
Verkefnastyrkirnir ná yfir verkefni sem talin eru til þess fallin að auðga menningarlífið í bænum, hafa ákveðna sérstöðu og fela í sér frumsköpun.
Umsóknarfrestur um samstarfssamning og/eða verkefnastyrk er til og með 7. febrúar 2018.
Umsóknir um starfslaun listamanna skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um hvernig starfslaunatíminn verður notaður, listferil og menntun. Veitt eru ein starfslaun í 9 mánuði og öllum með lögheimili á Akureyri er heimilt að sækja um í eigin nafni.
Umsóknarfrestur um starfslaun listamanna er til og með 14. febrúar 2018.
Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.
Sótt er um í gegnum íbúagátt Akureyrarbæjar undir flipanum umsóknir efst til hægri.
Upplýsingar um reglur Menningarsjóðs, Samþykkt um starfslaun listamanna og Menningarstefnu Akureyrar má sjá á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is.
Mynd og frétt: akureyri.is
UMMÆLI