Raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri hefur aldrei verið jafn hátt. Þetta kemur til vegna fjölgun íbúa, góðs efnahagsástands og mikilli eftirspurn eftir leiguíbúðum. Raunverðið var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þúsund krónum meira en 2006 og 2007 á föstu verðlagi.
Þetta kemur fram í greiningu Magnúsar Árna Skúlasonar, framkvæmdastjóra Reykjavík Economics, fyrir Íslandsbanka, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.
Magnús Árni segir meginþorra kaupsamninga á Akureyri hafa verið undir 35 milljónum króna á tímabilinu frá apríl 2016 til mars 2017, eða 76% kaupsamninga. Það sé mun hagstæðara verð en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.
UMMÆLI