Menntaskólinn á Akureyri er kominn í 8-liða úrslit í GettuBetur og munu því taka þátt í sjónvarpskeppninni þetta árið.
Lið MA vann lið MÍ 34 – 28 og var fjórði skólinn sem tryggði sér sæti í 8 liða úrslitunum. Liðin sem komust áfram auk MA eru MR, Kvennaskólinn og ME. Seinni fjögur liðin í sjónvarpskeppnina verða kunn eftir seinni keppnisdaginn á Rás tvö, í kvöld.
Lið MA skipa að þessu sinni Ragnar Sigurður Kristjánsson, Sabrina Rosazza og Sölvi Halldórsson.
UMMÆLI