Eiríkur sækist ekki eftir embættinu áfram

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar

Ei­rík­ur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Ak­ur­eyri, mun ekki gefa kost á sér áfram og býður sig ekki fram í embættið í bæjarstjórnarkosningum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Eiríkur hefur starfað sem bæjarstjóri frá árinu 2002, þá fyrstu tvö kjörtímabilin á Egilstöðum en í vor þegar kosið verður hefur hann setið jafn lengi sem bæjarstjóri Akureyrar.

Aðspurður í viðtali við Morgunblaðið segir Eiríkur “Þetta er orðinn ágætur tími, krefjandi starf en mjög skemmtilegt”

Sambíó

UMMÆLI