NTC

Kjarnafæðismótið: Sigur í fyrsta leik hjá Þórsurum

Ármann Pétur skoraði

Þór Akureyri og Leiknir F. mættust í dag í Kjarnafæðismótinu. Þetta var fyrsti leikur Þórsara í mótinu en liðið varð Kjarnafæðismeistari í fyrra eftir 6-1 stórsigur á KA í úrslitaleik.

Þetta var þriðji leikur Leiknismanna en liðið var með 3 stig eftir 2 fyrstu leiki sína. Þórsarar byrjuðu leikinn mun betur og það tók þá einungis 8 mínútur að skora fyrsta mark leikins. Það gerði Aron Kristófer Lárusson

Aron var svo aftur á ferðinni á 35. mínútu leiksins þegar hann átti góða fyrirgjöf fyrir markið þar sem Ármann Pétur Ævarsson mætti og skallaði boltann laglega í netið og kom Þór í 2-0. Sveinn Elías Jónsson bætti síðan við 3. marki Þórs á 42. mínútu, aftur eftir stoðsendingu frá Aroni, og staðan því 3-0 fyrir Þórsara í hálfleik.

Almar Daði Jónsson minnkaði muninn fyrir Leikni á 59. mínútu eftir klafs í vítateig Þórs. Eftir markið settu Leiknismenn mikla pressu á Þórsara án þess þó að skora mark. Pressan bar loks árangur á 84. mínútu þegar Arkadiusz Jan átti frábært skot af 30 metra færi sem endaði uppi í vinklinum fjær, gjörsamlega óverjandi fyrir Aron í marki Þórs.

Leiknismenn komust þó ekki lengra og lokatölur í leiknum því 3-2 fyrir Þórsara.

Maður leiksins: Aron Kristófer Lárusson

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó