Akureyringurinn Dagur Guðnason endaði í öðru sæti í Syrpurappi Andrésar Andar á vegum Eddu bókaútgáfu. Dagur sem er 11 ára tók þátt með laginu Rappari sem hann samdi texta við sjálfur. Í verðlaun fær hann meðal annars stúdíótíma í Stúdíó Sýrland.
Keppnin hófst í nóvember og voru lokaskil á textum 17. des. Tíu bestu textarnir að mati dómnefndar voru settir á netið 27. desember þar sem almenningur gat kosið þann texta sem honum fannst bestur. Mjög góð þátttaka var í keppninni og fjöldinn allur af textum barst.
Dagur er eini Akureyringur sem komst í úrslit í keppninni. Verðlaunaafhending fór fram í Smáralind í gær. Rappararnir í ÚlfurÚlfur voru í dómnefnd og Björgvin Franz Gíslason var kynnir. Sigurvegari Syrpurapps var George Ari Tusiime Devos með lagið Toppa þig.
UMMÆLI