NTC

Öxnadalsheiði lokuð og gul viðvörun á Norðurlandi eystra

Mikið hvassviðri gengur nú Norðurlandið suðvestan 15-25 m/s en veðurstofan varar við vindhviðum allt að 45-50 m/s í vestanverðum Eyjafirði og Öxnadalsheiði. Veðurstofan hefur sett gula viðvörun í gildi til að minnsta kosti 12:00 í dag á svæðinu og hvetur fólk til að vera ekki á ferðinni að óþörfu.

Þá hefur Öxnadalsheiði verið lokað fyrir umferð sem og Þröskuldum.

Nánar er hægt að fylgjast með veðri á vedur.is  og færð á vegagerdin.is

VG

UMMÆLI