Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Virkum smitum fækkar á Norðurlandi eystra

Covid smitum á Norðurlandi eystra fer fækkandi samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglunni. Nú eru samtals 43 í einangrun í umdæminu.

Flest smitanna á Norðurlandi eystra eru nú á Akureyri en þar eru 32 í einangrun vegna smits og 43 eru skráðir í sóttkví.

„Við hvetjum alla til að gæta vel að sér og huga vel að sóttvörnum og fara eftit þeim leikreglum sem í gildi eru,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó