Framsókn

Afhverju er ekki refsivert að svíkja syrgjandi fólk?

Afhverju er ekki refsivert að svíkja syrgjandi fólk?

Umræðan um miðla skýtur reglulega upp kollinum í samfélaginu. Nú síðast í tengslum við viðtal sem Stundin tók við Ólaf Agnar Thoraresen, spámiðil.

Umræðan er yfirleitt með svipuðum hætti og fólk skiptir sér í tvær fylkingar. Annars vegar þeir sem trúa því að hægt sé að ná sambandi við látið fólk og hins vegar hugsandi fólk. Fólk sem gerir sér grein fyrir því að ekki er hægt að komast í samband við látið fólk, þó svo að þú greiðir fyrir það hjá svokölluðum miðli.

Það hefur svo sem ekkert truflað mig að fólk skuli eyða peningum í þetta og eflaust margir sem sækja miðilsfundi í forvitni. Það sem hins vegar stakk mig þegar ég las viðtalið í Stundinni var sú staðreynd að Ólafur sérhæfir sig í því að komast í samband við látin börn.

Ólafur segir í viðtalinu „Fólk sem kemur til mín er mjög oft fólk sem missir barn. Ég fæ það oftast til mín fljótlega eftir að barnið deyr og má segja að þessi hópur sé sá stærsti sem kemur til mín til að fá að vita um barnið sitt, sem er mjög eðlilegt.“

Það að missa barn hlýtur að vera það erfiðasta sem nokkur manneskja getur gengið í gegnum og það að nokkrum manni skuli detta það í hug að nýta sér það með fjárhagslegum ávinning er mér gjörsamlega óskiljanlegt.

Það er augljóst að Ólafur gerir sér fulla grein fyrir því að fólk í sorg þráir ekkert heitar en að hitta látna aðstandendur á nýjan leik og þar stekkur hann á tækifærið.

Margir kunna að segja að þetta athæfi sé siðlaust en ekki ólöglegt en af hverju er það ekki ólöglegt að svíkja syrgjandi fólk?

-ósó

Sambíó

UMMÆLI