Framsókn

Lokapróf eru gamaldags aðferð

„Lokapróf er gamaldags aðferð og nauðsynlegt er að finna hvar styrkleikar nemenda liggja til að meta þá í námi.“ Þetta segir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Lára Stefánsdóttir. Skólinn hefur nokkra sérstöðu, en þar eru til dæmis engin lokapróf og ýmsir óvenjulegir áfangar í boði, sem dæmi má nefna nýjasta áfanga skólans, skíðakennslu í Hlíðarfjalli. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir starfsmenn fjallsins leggja til þekkinguna þaðan og bóklega hliðin komi frá skólanum.

Menntaskólinn á Tröllaskaga var opnaður árið 2010 og hefur farið stækkandi síðan. Um hundrað nemendur eru í staðarnámi en um 250 í fjarnámi við skólann, en því miður komast þar færri að en vilja. Í skólanum eru engin lokarpróf heldur listræn sýning á verkum í öllum greinum, ekki bara listgreium.
„Þetta er úr íslenskunni, þetta er úr dönskunni, spænskunni, ljóðagerðinni, raungreinum, vélmennafræðunum, úr myndlistinni, úr listljósmynduninni, þannig að þetta er úr öllu. En auðvitað er myndlistin og listljósmyndunin sýnilegustu greinarnar,” segir Lára.

Lára segir nauðsynlegt að finna og virða ólíka styrkleika nemenda og meta þá þannig og segir skólann leggja mikið upp úr fjölbreyttu námsmati.
„Vaninn hefur verið að hafa próf, það er gamaldags aðferð af því að það er enginn á vinnumarkaðnum prófaður í því hvort hann geti vinnuna sína og þá hvað hann ætti að hafa í kaup. Ég veit ekki af hverju það ætti að prófa nemendur.”

VG

UMMÆLI

Sambíó