Framsókn

Karl berst við krabbamein í Noregi – Dýrt að ferðast á milli

Karl Jónsson hefur verið að berjast við krabbamein í lifur og brisi frá því í maí 2017. Hann hefur lokið 12 skiptum í lyfjameðferð og náði þar að stöðva útbreiðslu. Karl býr í Póllandi ásamt eiginkonu sinni Önnu Wojtowicz og yngstu dóttur þeirra. Krabbameinsmeðferð hans fer þó fram í Noregi og þau neyðast til að ferðast mikið á milli Póllands og Noregs. Hjónin bjuggu á sínum tíma á Akureyri þar sem synir þeirra stunduðu nám við Oddeyrarskóla.

„Ferðalögin milli Póllands og Noregs eru stór hluti af mánaðarlegum útgjöldum okkar. Ég þurfti að hætta að vinna til að vera hjá Kalla á meðan meðferðinni stóð og í augnablikinu er eina innkoman okkar sjúkrapeningar hans,“ segir Anna.

Læknar hafa tilkynnt hjónunum að krabbameinið sé ólæknanlegt en Anna segir að þau séu ekki tilbúin að gefast upp og séu enn að leita leiða til þess að sigra sjúkdóminn. Anna segir að þau hafi fundið meðferð í Póllandi sem á að geta hjálpað þeim frekar en hún sé dýr. Meðferðin kallast Hyperthermia og er afar kostnaðarsöm.

Mögulegt er að sýna fjölskyldunni stuðning með því að leggja inn á reikning. Upplýsingar má sjá hér að neðan.

Reikningsnúmer: 0111-26-015699

Kennitala: 310870-2269

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó