Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, segir í samtali við Vikudag.is að mikilvægt sé að fá fjármagn frá ríkinu til nýbyggingar og þróunar á vellinum. Lengi hafi staðið til að stækka flugstöðina og gera nýtt flughlað en framkvæmdirnar strandi á fjármagni.
Hún segir að mikið vanti upp á og frá því að hún hafi hafið störf hjá Isavia árið 2012 hafi aldrei fengist nægilegt fjármagn í viðhald frá ríkinu.
Tvær Boeing 767 breiðþotur lentu á Akureyrarflugvelli í gærmorgun þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna brautarskilyrða. Mjög sjaldgæft er að svo stórar vélar lendi á flugvellinum.
Hjördís segir að allt hafi gengið vel en ef flugið fari að aukast og fleiri farþegar komi þá sé alveg ljóst að stækka þurfi flugstöðina. Nánar er fjallað um málið á Vikudagur.is
Lengi hefur staðið til að stækka flugstöðina og gera nýtt flughlað, en þær framkvæmdir stranda á fjármagni.
UMMÆLI