NTC

Emil Lyng til Dundee

Emil Lyng

Danski sóknarmaðurinn Emil Lyng hefur skrifað undir samning við skoska B-deildarliðið Dundee United sem gildir út tímabilið. Tímabilinu í Skotlandi lýkur 28. apríl og því er möguleiki á að Emil gangi aftur í raðir KA áður en Pepsi-deildin fer af stað.

Emil, sem er 28 ára gamall, átti gott tímabil með KA í fyrrasumar og skoraði 9 mörk í 20 leikjum með liðinu. Samningaviðræður milli leikmannsins og KA hafa staðið yfir síðan tímabilinu í Pepsi-deildinni lauk í haust en nú hefur Emil ákveðið að færa sig yfir til Skotlands.

Dundee United er í öðru sæti B-deildar í Skotlandi og er því í harðri baráttu um að komast upp í úrvalsdeild.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó