Bryndís Rún og Snævar Atli sundfólk Akureyrar árið 2017

Bryndís Rún Hansen

Uppskeruhátíð sundfélagsins Óðins fór fram í dag en þar var farið yfir árangur liðins árs og ýmsir sundmenn heiðraðir. Að lokum var svo tilkynnt um val á sundfólki Akureyrar 2017 sem eru þau Bryndís Rún og Snævar Atli.

Í tilkynningu frá sundfélaginu segir:

Bryndís Rún er ein af öflugustu sundkonum landsins. Bryndís varð fjórfaldur Íslandsmeistari á ÍM 50 seinasta vor í 100m og 200m skriðsundi og 50m og 100m flugsundi og hlaut auk þess silfurverðlaun í 50m skriðsundi. Bryndís tók þátt á Smáþjóðaleikunum fyrir Íslands hönd í maí, en þar vann hún til gullverðlauna í öllum greinum sem hún tók þátt í. Bryndís keppti einnig í þremur greinum fyrir Íslands hönd á HM í Búdapest seinasta sumar.

Snævar Atli er 17 ára gamall sundmaður hjá Sundfélaginu Óðni en hann hefur æft sund hjá félaginu síðan hann var 6 ára gamall. Snævar varð tvöfaldur aldursflokkameistari í piltaflokki á seinasta ári í 100m og 200m bringusundi. Snævar setti einnig sex Akureyrarmet í piltaflokki á seinasta ári í 50m, 100m og 200m bringusundi.

Snævar Atli

Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu sund karla og kvenna í flokki fatlaðra en þar voru þau Rakel Lind Sveinsdóttir og Bergur Unnar Unnsteinsson hlutskörpust. Í sama flokki fengu viðurkenningu þeir Axel Birkir Þórðarson fyrir ástundun og Fannar Logi Jóhannesson fyrir mestu framfarir í sundtækni.

Í Úrvalshópi fengu Karen Ásta Edwardsdóttir viðurkenningu fyrir ástundun og Örn Kató Arnarsson fyrir mestu framfarir í sundtækni. Í Framtíðarhópi var það Ísold Vera Viðarsdóttir sem fékk viðurkenningu fyrir ástundun og Skúli Friðfinnsson fyrir mestu framfarir í sundtækni.

Í afrekshópi fengu Embla Karen Sævarsdóttir viðurkenningu fyrir mesta bætingu kvenna, Ásgrímur Þór Kjartansson fyrir mesta bætingu karla og Baldur Logi Gautason fékk viðurkenningu sem fyrirmyndar sundmaður og félagi Óðins.

Þeir einstaklingar sem settu Akureyrarmet á seinasta ári fengu einnig sérstök viðurkenningarspjöld, en þeir sem settu Akureyrarmet á árinu 2017 voru; Nanna Björk Barkardóttir, Ólöf Kristín Isaksen, Snævar Atli Halldórsson og Þura Snorradóttir.

Þrír sundmenn Óðins fengu afhentan sérstakan styrktarsamning frá Speedo en það voru þau Breki Arnarsson, Hákon Alexander Magnússon og Þura Snorradóttir sem hlutu þá í ár.

Auk þess fengu þeir einstaklingar sem unnu Íslandsmeistaratitla á árinu viðurkenningar en Óðinn átti 11 Íslandsmeistara á árinu 2017 sem samanlagt unnu til 21 Íslandsmeistaratitla. Þeir sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlum á seinasta ári eru; Axel Birkir Þórðarson, Aþena Arnarsdóttir, Bergur Unnar Unnsteinsson, Breki Arnarsson, Bryndís Rún Hansen, Eva Sól Garðarsdóttir, Fannar Logi Jóhannesson, Ólöf Kristín Isaksen, Rebekka Sif Ómarsdóttir, Snævar Atli Halldórsson og Þura Snorradóttir.

Verðlaunahafar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó