NTC

Kynfræðsluáfanginn „Rúnk og réttindi“ lagður niður á Akureyri

Kynfræðsluáfanginn „Rúnk og réttindi“ lagður niður á Akureyri

Ákveðið hef­ur verið að hætta við áfang­ann „Rúnk og rétt­indi – kyn­fræðslan sem vantaði fyr­ir 8.-10. bekk“ sem kenna átti í Gilja­skóla á Ak­ur­eyri. Heiðar Rík­h­arðsson, kenn­ar­i áfangans, greinir frá þessu á twittersíðu sinni.

Í fyrra var áfanginn kenndur undir nafninu „Fávitar“ líkt og sam­fé­lags­verk­efni Sól­borg­ar Guðbrands­dótt­ur gegn kyn­ferðisof­beldi. Á twittersíðu sinni segir Heiðar að áfanginn hafi gengið vel fyrir utan að það féll ótrúlega mikið niður sökum Covid.

Heiðar er svekktur yfir ákvörðuninni og telur mikla þörf á áfanganum. „Að hafa þetta í mýflugumynd og háð duttlungum einstaka kennara er óþolandi. Það þarf að dúndra þessu inn í almenna kennslu asap,“ segir Heiðar.

https://twitter.com/OgRunk/status/1426135347851894786

Á twittersíðu sinni segir Heiðar að hann sé fertugur grunnskólakennari. „Ég var karlremba fram yfir þrítugt en er feministi í dag. Ég tók forréttindum mínum sem eiturlyfjalaus cis kk úr einföldu fjölskyldumynsyri sem gefnum. Ég skildi ekki tuð feministanna, taldi það vera lúxus að vera kona í dag.“

„Þetta breyttist allt árið 2016 þegar ég kynnist ungum stúlkum sem höfðu lifað aðra æfi en ég. Hver átti sína ólíku fortíðina og engin þeirra hafði upplifað barnæsku í líkingu við forréttindaæsku mína. Ég fékk að vita hvað vímuefni gera fólki og hvað fullorðnir gera ungu fólki. Þessar stúlkur kenndu mér mikið. Ofan í þetta kom fyrri metoo bylgjan. Fyrst las ég sögurnar með augum karlrembunnar og fannst alveg ótrúlegt hvað sumir gaurar náðu að komast upp með að gera konum og að hver og ein þeirra skildi hafa látið þetta yfir sig ganga,“ segir hann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó