NTC

Senda sjúklinga frá Landspítalanum á Sjúkrahúsið á Akureyri

Senda sjúklinga frá Landspítalanum á Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri mun taka við sjúklingum frá gjörgæsludeild Landspítalans sem er yfirfull. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Aðeins er mannað fyrir tíu sjúklinga og Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að allra leiða sé leitað til að fá auka starfsfólks. Þetta kemur fram á Vísi.

Einn sjúklingur hefur verið fluttur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands en sá er ekki með Covid-19 smit.

„Við köllum inn hjúkrunarfræðinga og lækna en það er mikill skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum og svæfingalæknum. Við erum að kalla inn og leita annarra leiða annarra leiða til að fá fólk til að aðstoða okkur, til dæmis frá einkastofum, erum í samstarfi við Akureyri og fleira,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu Vísis en á vef Vísis má finna nánari umfjöllun um stöðuna á Landspítalanum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó