Framsókn

Áramótakveðja Vandræðaskálda 2018 – Myndband

Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur.

Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir létu heldur betur á sér bera í fyrra og eru nú orðin einn vinsælasti gríndúett Norðurlands. Þau byrjuðu árið 2017 með pompi og prakt þegar þau birtu Nýárskveðju á facebook síðu sinni sem fékk ótrúlegar viðtökur. Tæplega 3000 manns deildu myndbandinu og rúmlega helmingur þjóðarinnar horfði á, eða 180.000 manns.
Síðan þá hafa þau verið dugleg að setja frumsamin lög og grín á netið og fengið svakalegt fylgi. Vandræðaskáld eru þekkt fyrir svartan húmor og flugbeitta þjóðfélagsádeilu og nýárskveðjan þeirra 2017 er eitt besta dæmið um það, ásamt lögunum þeirra um Bjarna Benediktsson og Lánasjóð Íslenskra Námsmanna svo fátt eitt sé nefnt.

Vandræðaskáldin virðast ætla byrja 2018 ekki síður og birtu rétt í þessu Nýárskveðju ársins. Ef þú misstir af skaupinu eða þarft einfaldlega létta upprifjun á árinu, þá ættirðu að horfa á kveðju þeirra skálda í spilaranum hér að neðan.

 

Sjá einnig:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó