Árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá okkur á Norðurlandinu og höfum við hjá Kaffinu tekið saman það sem stóð upp úr á árinu í fréttum í hverjum mánuði fyrir sig.
Janúar:
Íslenskir stuðningsmenn komu til greina sem stuðningsmenn ársins í FIFA fyrir árið 2016, en þeir voru tilnefndir til verðlaunanna fyrir frábæra frammistöðu á EM í Frakklandi.
Stuðningsmenn Íslands tilnefndir til verðlauna hjá FIFA – Kjóstu núna!
Jónas Helgason, fyrrum kennari við Menntaskólann á Akureyri birtir færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann hvatti til umhugsunar til aðstandenda og íbúa Uummannaq á Grænlandi. Færslan birtist þegar hvarf Birnu Brjánsdóttur logaði sem eldur í sinu á samfélagsmiðlunum.
Elín Inga Bragadóttir, skrifaði ansi áhugaverða færslu á Facebook um þann ótta sem konur þurfa að búa við og færslan fékk svakalega mikinn lestur og deilingar.
„Við konur eigum að geta treyst því að geta gengið um borgina okkar og komist heilar heim“
Febrúar:
Leiðinlegur Akureyringur birti topp 10 ástæður þess að Akureyringar eru leiðinlegir og listinn sló í gegn, enda tengdu eflaust margir leiðinlegir Akureyringar við hann.
Sigurður Guðmundsson skrifaði um kjaradeilur heimskunnar.
Tveir nýjir veitingastaðir opnuðu á Akureyri í febrúar sem hafa notið vinsælda hjá Akureyringum.
Mars:
Íbúar í Naustahverfi á Akureyri urðu heldur betur skelkaðir yfir óprúttnum aðilum sem virtust ganga um hverfið og taka í hurðarhúna hjá íbúum.
Edda Sól Jakobsdóttir, 19 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri, skrifaði á Facebook síðu sína svar við grein sem birtist á vefnum Austurfrétt.
,,Við þurfum að fá að reka okkur á, leyfið okkur að þroskast“
Apríl:
Aðalbjörn Jóhannsson skrifaði pistil sem naut mikilla vinsælda.
Joumaa Ahmad Nasr, sýrlenskur flóttamaður búsettur á Akureyri, birti ansi skemmtilegt myndband á Facebook síðu sinni sem bræddi mörg hjörtu
Keiluhöllin á Akureyri skellti í lás um mánaðarmótin apríl-maí.
Maí:
Aldís Björk Benjamínsdóttir, 25 ára, skrifaði ansi áhugaverða færslu á Facebook þar sem hún sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við heilbrigðiskerfið
Þóranna Friðgeirsdóttir skrifaði pistil á Facebook síðu sinni sem margir tengdu við og naut gífurlegra vinsælda.
Íbúar Naustahverfis urðu órólegir þegar barn í hverfinu kom að ókunnum manni í eldhúsinu.
Biðlar til íbúa í Naustahverfi að vera á varðbergi – Barn kom að manni í eldhúsinu
Júní:
Kolbrún Sævarsdóttir, ungur Akureyringur sem gekk nýverið með sitt fyrsta barn, opnaði sig í hreinskilnum og einlægum pistli.
,,Ég hef aldrei verið jafn stór eða þung eins og núna en ég er svo hamingjusöm“
Opnun Costco á höfuðborgarsvæðinu gerði allt vitlaust og Akureyringar vildu fá að taka þátt.
Stefán Tryggva- og Sigríðarson, eigandi hótelsins Natur í Vaðlaheiði, bar sigur úr býtum í hugmyndakeppninni á vegum EIMUR, Íslensk Verðbréf og Vaðlaheiðargöng hf. með hugmynd sinni að byggja baðhella við Vaðlaheiðargöng.
Baðhellar í Vaðlaheiði unnu hugmyndakeppnina um nýtingu lághitavatns á norðausturlandi
Júlí:
Sigurður Guðmundsson skrifaði pistil þegar fár gekk um allt land vegna húss sem er kennt við Steinnes hér á Akureyri.
Anna Sigrún Benediktsdóttir, sagði á Facebook síðu sinni frá erfiðri lífsreynslu sem hún lenti í þegar hún fór í bíltúr með ungan son sinn.
Guðmundur Ómarsson leigir út íbúð á Krókeyrarnöf. Hann var orðinn þreyttur á eiturgræna litnum á bíl leigjanda síns og ákvað ásamt vini sínum, Níelsi Þóroddssyni, að gera eitthvað í málunum.
http://www.kaffid.is/litadi-bil-leigjanda-sins-og-fekk-slokkvilidid-til-ad-taka-thakid-af/
Ágúst:
Það er löngu vitað að Akureyringar eru fremri öllum Íslendingum og Kaffinu fannst því réttast að raða ástæðum þess niður í lista í ágúst.
http://www.kaffid.is/7-astaedur-af-hverju-akureyringar-eru-betri-en-allir-adrir/
Hákon Örn Hafþórsson skrifaði einlægan pistil sem náði til margra.
Þóranna Friðgerisdóttir skrifaði kraftmikinn pistil.
September:
Kaffið tók saman hluti sem Akureyringar gátu verið sammála um að vantaði á Akureyri.
Kraftlyftingafélag Akureyrar stóð í hörðum deilum á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum við Akureyrarbæ sem náði augum og eyrum flestra Akureyringa. Þessi pistill er frá Grétari Skúla, formanni KFA, og er skrifaður til bæjarfulltrúa.
Aaron Paul, leikari í myndaþáttaröðinni Breaking Bad, var staddur á Akureyri.
Október:
Akureyringar og Norðlendingar skera sig úr frá restinni af landinu bæði með því að rökstyðja afhverju Akureyringar séu betri en allir aðrir og með því að nefna ástæður sem gera Akureyringa leiðinlega. Sá þáttur sem hefur verið mest afgerandi í gegnum tíðina þegar Akureyringar eru teknir fyrir er þó mállýskan.
Nemendur við Háskólann á Akureyri urðu vitni að ansi skondnu atviki.
Veitingahúsið Sjanghæ opnaði aftur þann 27. september síðastliðinn eftir að því var lokað vegna fréttaflutnings Rúv um grunað vinnumansal á staðnum, sem reyndist síðar ekki rétt.
Nóvember:
Haukur Sindri Karlsson, íbúi í Eyjafjarðasveit, lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu í kjölfar óveðursins sem reið yfir Norðurlandið í nóvember.
Gleymdi að skrúfa upp rúðurnar á bílnum þegar óveðrið gekk yfir – Sjáðu myndina
Indverski veitingastaðurinn Indian Curry Hut á Akureyri mun í desember opna á nýjum og stærri stað.
Desember:
Jónas Björgvin Sigurbergsson skrifaði pistil sem sló í gegn.
Nætursalan skellti í lás.
World Class keypti Átak heilsurækt nýverið og það þóttu mikil tíðindi.
UMMÆLI