Framsókn

Aron Einar einn af 10 bestu leikmönnum ensku fyrstu deildarinnar

Aron Einar einn af 10 bestu leikmönnum ensku fyrstu deildarinnar

Í úttekt Wales Online um ensku Championship deildina er Aron Einar Gunnarsson kjörinn einn af tíu bestu leikmönnum deildarinnar.

Aron Einar hefur verið öflugur með Cardiff í vetur þegar hann hefur verið heill heilsu.

Aron er meiddur þessa stundina og er augljóst að Cardiff saknar hans mikið. En Aron verður frá næstu vikurnar eftir aðgerð á ökkla.

,,Það er ekki hægt að horfa fram hjá Aroni þear talað er um besta og áhrifamesta leikmannn Cardiff“ segir Dominic Booth í umfjölluninni hjá Wales Online.

,,Ísmaðurinn er einn af fáum fyrirliðum þjóða sinna sem leikur í næst efstu deild Englands, gæði hans sjást í hverri viku. Án hans er vörn Cardiff ekki sú sama, það er varla til betri leikmaður að vinna 50-50 einvígi og koma boltanum hratt í leik.“

,,Aron er vanmetinn sem tæknilega góður miðjumaður, hjarta varnarinnar hjá Cardiff væri í vandræðum án Arons að verja miðsvæðið.“

Alla greinina og umfjöllun um hina 9 leikmennina er hægt að lesa hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó